Continue

Í þægi­leg­um jeppa á glæpona­slóðum

17 December 2018

Sigríður Elva á Morgunblaðinu reynsluók á dögunum nýjum Jeep Cherokee á Sikiley.

2019-ár­gerðin af Jeep Cherokee hef­ur fengið and­lits­lyft­ingu að inn­an og utan. Sýni­leg­ustu breyt­ing­arn­ar eru á ytra byrðinu sem er tölu­vert breytt milli ár­gerða. Til að mynda hafa um­deild fram­hljós, sem þóttu minna á pírð augu og marg­ir hrein­trú­ar­menn fengu hroll yfir, fengið að víkja fyr­ir nýj­um og stærri LED-ljós­um sem sverja sig út­lits­lega meira í ætt við aðra meðlimi Jeep-fjöl­skyld­unn­ar.

Inn­an­dyra hef­ur hann fengið yf­ir­haln­ingu, með meira geymsluplássi og veg­legri efn­um sem fá­an­leg eru í nýj­um litap­all­ett­um. Þar leituðu hönnuðir Jeep á fram­andi slóðir eft­ir inn­blæstri, nán­ar til­tekið til Marra­kesh og Íslands.

„When in Rome…“

Cherokee verður fá­an­leg­ur í tveim­ur út­færsl­um hér heima; Longitu­de og Lim­ited, og það var síðar­nefnda út­gáf­an sem mér voru af­hent­ir lykl­arn­ir að þegar ég fékk að reynsluaka bíln­um á Sikiley. Mín fyrsta spurn­ing þegar full­trú­ar Jeep sóttu mig út á flug­völl í Cat­ania var hver há­marks­hraðinn væri á al­menn­um veg­um. Ítalski dreng­ur­inn í fram­sæt­inu sneri sér við með þónokkr­um furðusvip, melti spurn­ing­una í sek­úndu­brot og svaraði: ,,Það skipt­ir engu máli. Þetta er Sikiley, það fer eng­inn eft­ir regl­um.

Bens­ín­fót­ur­inn þyngd­ist tölu­vert við þess­ar upp­lýs­ing­ar, og átti eft­ir að reyna á sann­leiks­gildi þeirra, enda bíll­inn, með sína 195 hestafla 2,2 lítra dísel­vél, prýðilega spræk­ur. Eft­ir nokkra klukku­tíma í akstri var ég far­in að far­in að temja mér ökusiði inn­fæddra, sem ein­kennd­ust við fyrstu sýn af því að keyra eins hratt og hægt var, og þar sem var pláss al­veg óháð ak­rein­um og öðru slíku prjáli. Heima­menn eru líka al­veg ófeimn­ir við að pirra sig á ,,hæg­fara“ öku­mönn­um, jafn­vel þótt þeir aki langt yfir há­marks­hraða.

Í meðvirkni með aðstæðunum var hraðinn auk­inn út fyr­ir öll vel­sæm­is­mörk og því ekki laust við að hjartað tæki nokk­ur aukaslög þegar ég rak aug­un í sjald­séð um­ferðar­skilti sem sýndi að ég var nærri því að vera á tvö­föld­um há­marks­hraða. Ekki batnaði ástandið þegar ég sá lög­reglu­bíl nálg­ast, enda tæp­lega annað í stöðunni en að ök­uníðing­ur­inn yrði svipt­ur öku­leyfi á staðnum. Þær áhyggj­ur reynd­ust þó óþarfar, því lögg­an gaf í og tók framúr. Eng­ar sír­en­ur eða blik­k­ljós, lík­lega bara að flýta sér í kaffi.

Líður best að keyra beint, og á lög­leg­um hraða

Þar kom hins­veg­ar að akki­les­ar­hæln­um. Cherokee er eng­inn sport­bíll, og líður lang­best þegar hann keyr­ir beint, á lög­leg­um hraða. Meira að segja í sport­still­ingu dúaði hann óþægi­lega ef farið var yfir ójöfn­ur á veg­in­um á mikl­um hraða og beygj­ur tek­ur maður ekki í nein­um ofsa­akstri. Mjúk fjöðrun­in verður þó kost­ur þegar mal­bik­inu slepp­ir og er hægt að aka nokkuð greitt yfir þvotta­bretti án þess að verða þess óþægi­lega var. Bíll­inn stend­ur sig vel í tor­fær­um og á hol­ótt­um veg­um og ætti því að vera á heima­velli hvort sem er á há­lend­inu eða í miðborg Reykja­vík­ur.

Mest langaði mig þó að stinga af og fara á hon­um út á þjóðveg­ina með vin­um, enda fyr­ir­mynd­ar ferðabíll. Það fer ein­stak­lega vel um alla inn­an­dyra, lunga­mjúk sæt­in sverja sig meira í ætt við La-Z-boy hæg­inda­stól en bíl­sæti og ekki vottaði fyr­ir rass­særi eft­ir lang­an dag í akstri. Lim­ited-út­gáf­an skart­ar leður­klæðningu og kæl­ingu í fram­sæt­um, sem er lík­lega ekki sterk­ur sölupunkt­ur á klak­an­um en kom sér ein­stak­lega vel fyr­ir ber­leggjaðan öku­mann í suðurevr­ópsk­um hita og raka.

Upp­lýs­inga­skjár­inn hef­ur stækkað frá fyrri ár­gerð og er í Lim­ited-út­gáf­unni 8,4 tomm­ur. Kerfið styður bæði Apple Car og Android play og er með því betra sem ég hef kom­ist í tæri við, ein­falt og hraðvirkt. Það þurfti ekki, eins og oft vill verða, kort­ers fálm í flóknu stýri­kerfi til að tengja sím­ann, sem var kom­inn í sam­band á núll einni. Hljóðkerfið í Lim­ited er líka til mik­ill­ar fyr­ir­mynd­ar og var það sem eft­ir lifði ferðar nýtt til að blasta gangsta rappi, viðeig­andi tónlist í höfuðvígi mafíunn­ar.

Geta teygt úr sér í aft­ur­sæt­inu

Nóg er af geymsluplássi inni í bíln­um, þar sem er að finna hin ýmsu hólf í hurðum og farþega­rými til að hlaða síma, geyma drykki og snarl eða allt þetta dót sem tín­ist til í lang­ferðum. Að minnsta kosti náði ég að koma mér upp kirkju­g­arði af kók­flösk­um og súkkulaðibréf­um án þess að sæi högg á vatni.

Far­ang­urs­rýmið hef­ur líka verið stækkað um 70 lítra frá fyrri ár­gerð og breikkað, sem þýðir að nú er loks­ins hægt að geyma golf­settið þvers­um í skott­inu. Hljóm­ar eins og tölu­vert fyrsta heims vanda­mál en ku hafa verið raun­veru­legt umkvört­un­ar­efni eig­enda fyrri ár­gerða. Þá er hand­frjáls opn­un í boði fyr­ir far­ang­urs­rýmið og er staðal­búnaður í Lim­ited, en þá dug­ar að ota fæt­in­um aðeins und­ir bíl­inn til að opna skottið.

Pláss­leysi er held­ur ekki vanda­mál í farþega­rým­inu, en þar sem lík­ams­bygg­ing mín hent­ar illa til að meta hvort bíl­ar séu rúm­góðir eða ekki var lima­lang­ur vin­ur tek­inn í bíltúr og skikkaður í aft­ur­sætið. Fyr­ir utan óþæg­inda­til­finn­ingu sem skrif­ast á akst­urslag und­ir­ritaðrar fór ljóm­andi vel um dreng­inn, sem mæl­ist þó 185 senti­metr­ar á hæð. Raun­ar get­ur farið mjög vel um tvo full­orðna aft­ur í, með nægu rými til að teygja úr sér.

Greinina má sjá í heild sinni HÉR
Ljósmyndir: MBL