Continue

Jeep Compass fær góða dóma í reynsluakstri hjá Bílabálki

05 April 2018

Enn og aftur fær Jeep Compass góða dóma í reynsluakstri – nú hjá Bílabálki.

Bíllinn sem fenginn var til reynsluaksturs var 9 gíra, sjálfskiptur, dísel bíll. Hann notaði 7,8 lítra á hverjum hundrað eknum kílómetrum í blönduðum akstri, sem er nokkuð gott fyrir bíl af þessari stærð og með þetta mikið afl, meira um aflið og stærðina síðar.

bilabalkur_apr18_1

Compass er fjórhjóladrifinn bíll sem fetar mjög óljós mörk þess að vera jeppi eða jepplingur. Hvort hann er verður látið liggja á milli hluta.

Innréttingin er fín, hún er einföld að mörgu leyti, takkarnir eru þar sem búast má við þeim og allt innan seilingar. Það er þó eitt sem angraði blaðamann aðeins, það er að sumt er hægt að gera bæði á snertiskjánum og á tökkum í innréttingu sem er ruglandi. Að því sögðu er ekkert út á bílinn að setja.

Vélin er skemmtileg, hún er nokkuð dugleg og hefur skemmtilega eiginleika. Hann er snöggur að vinna upp hraða og sérstaklega í kringum þau vikmörk sem maður notar innanbæjar. Samstarf vélar og gírkassa á hraðanum frá 30 km/klst og upp í 70 km/klst er einkar skemmtilegt, sem gefur bílnum líflegt yfirbragð.

Sætin eru nokkuð góð og rýmið inn í bílnum er gott ekki af skornum skammti. Fótaplássið aftur í er býsna gott og skottið ágætt.

Bíllinn er eins og áður sagði frekar stór. Hann er þó alls ekki þannig að það sé erfitt að leggja honum eða aka honum í miðbænum. Hann virkar stærri en hann raunverulega er, þökk sé snjallri hönnun.

Útlit bílsins er einkar gott að mati blaðamanns. Línurnar eru stílhreinar en nútímalegar, án þess að hverfa of langt frá klassískum Jeep línum (grillið sver sig sérstakleg í ættina). Það er gaman að sjá hversu vel tókst til við hönnun ytra byrðis bílsins.

Ætti ég að kaupa Compass?
Vanti þig jeppa/jeppling á sanngjörnu verði er ekkert því til fyrirstöðu að skoða Jeep Compass. Sérstaklega ef þér finnst gaman að sýna frumkvæði í hugsun. Bíllinn er sérstaklega hentugur því fólki sem vill jeppa/jeppling sem hentar íslenskum aðstæðum.

Enda er fátt íslenskara en kröfur um sjálfskiptan, dísel jeppa/jeppling með fjórhjóladrifi. Compass tikkar í öll þessi box og mörg fleiri.

Greinina má skoða í heild sinni HÉR
Ljósmyndir: Kristinn Ásgeir Gylfason/Bilabalkur.is