News

500.000 kr. afsláttur – Jeep Compass Limited

22 September 2018

JEEP® 7 DAGA VIKUNNAR. ALVÖRU JEPPI – ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF.
VERÐ FRÁ 5.490.000 KR. ÖRFÁIR SÝNINGARBÍLAR MEÐ 500.000 KR. AFSLÆTTI.

Þrjár vélarstærðir eru í boði. Öflugar en sparneytnar 2.0 lítra dísel 140 hö. eða 170 hö. og 170 hö. bensínvél. Allar vélarnar eru með 9 gíra sjálfskiptingu. Hin goðsagnakennda torfærugeta Jeep® endurspeglast hér í frábærum aksturseiginleikum jafnt á vegum sem vegleysum og gera Jeep® Compass einstakan í sínum flokki. Því má með sanni segja að Jeep® Compass feti í hjólför “stóra bróður” síns, Jeep® Grand Cherokee.

Eini jeppinn í þessum stærðarflokki sem býður upp á lágt drif.
Jeep® Compass er útbúinn með alvöru fjórhjóladrifi: Jeep® Active Drive, sem gerir ökumanni kleift að velja um fjórar drifstillingar sem taka mið af akstursundirlagi hverju sinni, Auto, Snow, Sand og Mud ásamt því að læsa milli fram- og afturdrifs í Limited og til viðbótar í Trailhawk er fimmta stillingin Rock ásamt lágu drifi. Háþróuð tækni og samspil inngjafar, skiptingar, spólvarnar og stöðuleikastýringar bjóða upp á öflugasta
fjórhjóladrifið í þessum flokki jeppa.

Latest From Jeep