News

Páskatilboð á nýjum Jeep Cherokee

28 March 2019

Alvöru jeppi – alvöru fjórhjóladrif

Bjóðum núna glæsilegt páskatilboð með nýjum Jeep® Cherokee. Veglegur aukahlutapakki að verðmæti 730.000 kr. fylgir nú nýjum Jeep® Cherokee. Aukahlutapakkinn samanstendur af 30” breytingu sem innifelur 3,5 cm upphækkun, 30” Cooper heilsársdekk og aurhlífar. Losanlegt dráttarbeisli, gúmmímottur framan og aftan og málmlitur.

Jeep® Cherokee er yfirburða jeppi í sínum stærðarflokki. Með Jeep® Active Drive fjórhjóladrifinu færðu fjórar drifstillingar (Sjálfvirk, snjór, sport og sandur/drulla) í Longitude og í Limited bætist við lágt drif. Jeep® Cherokee er sannkallaður lúxusjeppi hlaðinn aukahlutum með frábæra aksturseiginleika og lága eyðslu.

Jeep® Cherokee Longitude Luxury kostar frá 7.990.000 kr. Jeep® Cherokee Limited kostar frá 9.590.000 kr.

Ríkulegur staðalbúnaður í Cherokee Longitude Luxury er að finna m.a.:

2,2 lítra 195 hö. díselvél, 9 gíra sjálfskipting, Jeep® Active Drive með 4 drifstillingum, 17” álfelgur, leðurinnrétting, 8,4 Uconnect upplýsinga- og snertiskjár, 3,5” upplýsingaskjár í mælaborði, íslenskt leiðsögukerfi, rafdrifin og snertilaus opnun á afturhlera, Apple & Android CarPlay, fjarstart, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð og skynjurum, rafdrifin framsæti með mjóbaksstuðningi, hiti í framsætum, 8 loftpúðar, lykillaust aðgengi og ræsing, LED aðalljós og LED afturljós, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspelgar, tveggja svæða miðstöð með loftkælingu, Bluetooth til að streyma tónlist og síma.

Umfram í Cherokee Limited:

Jeep® Active Drive II með háu og lágu drifi, árekstarvari, akgreinavari, 7” upplýsingaskjár í mælaborði, leggur sjálfur í stæði, stoppar sjálfur við að leggja í stæði, fjarlægðarstilltur hraðastillir, 18” felgur, hiti í stýri, hiti í framrúðu undir þurrkublöðum, bremsuaðstoð (Advanced Brake Assist), krómpakki.

Páskatilboð á Jeep® Cherokee gildir út apríl.

Latest From Jeep