Continue

Sala Jeep upp um 45%

10 April 2018

Í Bílablaði Fréttablaðsins birtist í dag umfjöllun um velgengni Jeep.

Velgengni Jeep-bíla virðist engan endi ætla að taka. Jeep fylgdi eftir gríðarlegri söluaukningu í fyrra með hreint ótrúlegri aukningu í sölu í nýliðnum mars. Þá jókst sala Jeep um 45% frá sama mánuði í fyrra. Fáheyrt er að sala bílaframleiðanda aukist svo mikið á milli ára.

Annars var bílasala í Bandaríkjunum með allra besta móti í mars en GM tilkynnti um 16% aukningu og Fiat Chrysler um 14% aukningu, en gott gengi Jeep á mestan þátt í því. Sala Ford jókst um 3,4%, Toyota um 3,5% og Honda um 3,8%. Nissan var einn fárra bílaframleiðenda sem seldi minna en í fyrra og nam minnkunin 3,6%. Heildarbílasala í Bandaríkjunum í fyrra var 2% minni en árið 2016, sem reyndar var metár. Í ár er því spáð að salan muni enn minnka, en góð sala í nýliðnum mars bendir samt ekki til þess.

Bílablað Fréttablaðsins 10. apríl 2018