Continue

Algjör fullkomnun Jeep® viðhorfsins

Stígðu um borð og upplifðu nýjan Grand Cherokee 4xe Plug-In Hybrid. Ný hönnun að utan sem innan, allt með hágæða handverk, nýstárlega tækni, háþróaða öryggiseiginleika að leiðarljósi. Keyrðu af stað í fullkomu jafnvægi aksturseiginleika, 4xe frammistöðu og 4x4 krafts.

Algjör fullkomnun Jeep® viðhorfsins

Stígðu um borð og upplifðu nýjan Grand Cherokee 4xe Plug-In Hybrid. Ný hönnun að utan sem innan, allt með hágæða handverk, nýstárlega tækni, háþróaða öryggiseiginleika að leiðarljósi. Keyrðu af stað í fullkomu jafnvægi aksturseiginleika, 4xe frammistöðu og 4x4 krafts.

KOMDU OG REYNSLUAKTU!

Ný hönnun:

 • Nýtt útlit
 • Ný lúxusinnrétting

Grand Cherokee nú í fyrsta skipti í Plug-In-Hybrid útfærslu

Uconnect 5 upplýsinga-og afþreyingarkerfi

 • 10,25” Upplýsinga-og snertiskjár
 • 10.1” skjáir fyrir farþega
 • 360°myndavél (Summit Reserve)
 • Night vision (Summit Reserve)

Ótvíræðir torfærueiginleikar

 • Sjálfstæð fjöðrun að framan og að aftan
 • Qudadra-Lift Loftpúðafjöðrun (Summit Reserve)
 • Aftengjaleng jafnvægisstöng að framan (Summit Reserve)
 • Vaðhæð: 60 cm
Stærð og nánari upplýsingar:

 • Lengd: 4.91m
 • Breidd: 2,15m
 • Hæð: 1.80 m
 • Dráttargeta: 2.332 kg
 • Hestöfl: 380 hö.
 • Tog: 637 Nm
 • Hröðun 0-100: 6,3 sek.
 • Hámarkshraði: 208 km/klst.

Þrjár aksturstillingar:

 • Hybrid: Sameinar afl frá bensín- og rafmótor
 • Electric: ekur aðeins á rafmagni
 • eSave: Afl frá bensínmótor – rafmagn geymt til seinni nota.
 • Drægni: Allt að 53 km*
 • Rafhlaða: 17,3kwh *Tekur mið af aðstæðum og aksturslagi hverju sinni
 • Farangursrými: 1066 litrar

ÚTLIT

Nýi Jeep® Grand Cherokee 4xe er með allt að 21 tommu álfelgum, panorama opnanlegri sóllúgu og LED ljósum. Grand Cherokee 4xe er fáanlegur í mismunandi litum sem mynda fullkomið sambland við lógóin á bílnum og bláu áherslurnar í 4xe Plug-In Hybrid merkin sem eru vörumerki Jeep® fjölskyldunnar.

INNRÉTTING

Nýr Jeep® Grand Cherokee 4xe Plug-In Hybrid er gerður úr úrvalsefnum, bæði að innan og utan sem er sambland af glæsileika, frammistöðu og einstakrar arfleiðar. Njóttu nýrrar akstursvíddar í innra rými Jeep® Grand Cherokee með framsætum sem hægt er að stilla í allt að 16 mismunandi stöður, fjögurra-svæða sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, sérsniðin umhverfislýsing, fáguð leðuráferð og viðarinnlegg í innréttingum.

AKSTURSEIGINLEIKAR

Að takast á við hversdagslegar áskoranir er auðveldara, skemmtilegra og mýkra með 380 hestöflum. Rafvæðingin bætir nýrri vídd við frammistöðu Jeep® Grand Cherokee 4xe Plug-In Hybrid. Þessi nýi Jeep® 4xe Plug-In tvinnbíll er öflugri, hljóðlátari og dregur úr titringi í fullri rafknúinnri stillingu, tryggir minni koltvísýringslosun, býður upp á meiri þægindi og er fullkominn fyrir hvers kyns ævintýri á vegum og torfæsrum vegslóðum.

380 HP ALLT AÐ
51 KM
130 KM/h < 3h
Afl Í fullri rafmagnsstillingu*
*Samkvæmt WLTP staðli
Hámarkshraði í Electric mode stillingu Full endurhleðsla við 7,4 Kw/klst

TÆKNI

Sestu undir stýri á fullkomnasta Jeep® Grand Cherokee frá upphafi. 4xe Plug-In Hybrid tæknin er sameinuð lúxus og háþróuðum eiginleikum til að bjóða þér áður óþekkta Jeep® 4xe akstursupplifun.

 

10.1” Uconnect™ upplýsingakerfi

10,1” Uconnect™ upplýsinga- og snertiskjárinn með íslensku leiðsögukerf býður þér upp á alla tengingu í 4xe heiminum. Skjárinn státar af Ultra HD upplausn, örgjörvinn er allt að 5 sinnum hraðari og auðvelt og einfalt að framkvæma og nálgast allar skipanir.

Skjár á framrúðu

Þökk sé Uconnect™ útvarpinu sýnir nýja 10” Heads-up upplýsinga- og afþreyingarskjárinn nauðsynlegar upplýsingar beint á framrúðuna, sem gerir þér kleift að fylgjast alltaf með veginum.

10″ farþegaskjár

Hinn einstaki 10” gagnvirki skjár* tryggir byltingarkennda skemmtun og stýringu fyrir farþega í framsæti sem geta leitað og útvegað ökumanni áfangastaði, tengt þráðlausu heyrnartólin sín og notið allrar þeirrar skemmtunar sem þeir þurfa. *Í boði á völdum mörkuðum.

Hágæða McIntosh® hljóðkerfi með 19 hátölurum

Þetta er í fyrsta skipti sem háþróaða hljómkerfið frá hinu virta lúxus merki McIntosh® er að finna í jeppa í fullri stærð. Njóttu fullkomins hljóðs fyrir ævintýrin þín með 17 rása magnara sem tryggir allt að 950W afl og 19 sérhannaða hátalara, þar á meðal 10 tommu bassahátalara.

Njóttu þessa að sitja afturí

Farþegar í aftursæti Jeep® Grand Cherokee 4xe geta notið úrvalsupplifunar í tveimur 10″ upplýsinga- og snertiskjá í aftursætum.

*Aðeins fáanlegt á völdum mörkuðum og með völdum innréttingum.
**Þjónusta og eiginleikar geta verið mismunandi eftir löndum. Áskriftargjöld geta átt við
***16 GB geymslupláss (9 GB notandi í boði) á hvern afturskjá.“

 

ÖRYGGI

Farðu inn í nýja akstursvídd. Til að vernda þig, farþega þína og aðra ökumenn er nýi Jeep® Grand Cherokee 4xe Plug-In Hybrid með meira en 110 virk og óvirk öryggiskerfi sem munu grípa inn í á mismunandi tímum meðan þú ert að keyra.

FYRIRVARI

Jeep® Grand Cherokee 4xe Plug-In Hybrid: CO2 losun (vegin, samanlögð) (g/km): 68-60. Eldsneytiseyðsla (vegin, samanlögð) (l/100 km): 2,9-2,6; Raforkunotkun (ECAC vegið, samanlagt) (kWh/100 km): 30,3-32,7. Samkvæmt WLTP staðli og gerðarviðurkenningu, uppfærð frá og með 17. maí 2022. Gildin sem tilgreind eru eru til samanburðar.

 

NÝR GRAND CHEROKEE 4XE

Hæfni og sjálfbærni mætast í fyrsta Grand Cherokee 4xe Plug-In Hybrid. Hannaður án málamiðlana, fágaður og ótrúlega megnugur. Umhverfisvænsta farartækið í sínum flokki og hannaður til að fara með þig á vit ævintýra.

NÝR OG STÓRGLÆSILEGUR GRAND CHEROKEE

Jeep® Grand Cherokee 4xe hefur ótrúlega akstursgetu. Hannaður til að vera umhverfisvænn á sama tíma og hann skarar fram úr í torfærum.

QUADRA-TRAC II® 4x4 FJÓRHJÓLADRIF

Fjórhjóladrif með lágu drifi og millikassa sem skynjara líka hvort dekkin séu að missa grip. Þegar það gerist er allt að 100% af tiltæku togi beint að þeim ás sem hefur mesta gripið.

QUADRA-DRIVE® II

Quadra-Drive® II með driflæsingu að aftan er fullkomnasta 4×4 fjórhjóladrifið okkar og er alltaf virkt. Það skilar framúrskarandi getu í öllum veðrum og aðstæðum og getur flutt allt að 100% af tiltæku togi yfir á eitt afturhjól ef þörf krefur.

VATNSSÞÉTT RAFHLAÐA

Rafhlaðan í Grand Cherokee 4xe er sérlega vel varin og vatnsþétt, sem tryggir 61cm vaðhæð.

*Ekki reyna að fara í vatn eða þvera vöð nema dýpt sé þekkt og í samræmi við uppgefna vaðhæð. Þegar farið er yfir vatn getur það valdið tjóni sem gæti ekki fallið ábyrðarskilmála ökutækisins. Utanvegaakstur er bannaður á Íslandi og aka skal eingöngu eftir merktum vegum eða slóðum.

RAFKNÚINN OG VEL VARINN

Hannaður með akstur á grófu og grýttu undirlagi í huga. Grand Cherokee 4xe er sérlega vel varinn með hlífðarplötum sem vernda undirvagn hans við krefjandi aðstæður.

HREIN NÝSKÖPUN - HREINN KRAFTUR

Class-Exclusive PHEV aflrásin er bæði hrein nýsköpun og hreinn kraftur. Þó að það hljómi örugglega öðruvísi í næstum hljóðlausri rafknúnri notkun, þá bætir frammistaðan óneitanlega hina goðsagnakenndu hæfileika Grand Cherokee.

380
HESTÖFL
637
Nm TOG
2332
KG DRÁTTARGETA

ÞRJÁR MISMUNANDI AKSTURSSTILLINGAR

Grand Cherokee 4xe gefur ökumönnum val um þrjár akstursstillingar: Hybrid, Electric eða eSave. Sama í hvaða akstursstillingu þú ert, Jeep® Grand Cherokee 4xe viðheldur alltaf ævintýraandanum.

HYBRID MODE

Það besta úr báðum heimum. Hybrid stilling sameinar krafta 2,0L forþjöppubensínvélarinnar og rafmótorsins. Þessi skilvirka samsetning veitir hámarks hestöfl og tog og snarpa hröðun.

ELECTRIC MODE

Fulla ferð áfram. Í rafmagnsstillingu gefurðu frá þér engan útblástur og finnur vel fyrir toginu í hvert skipti sem þú ýtir á pedalann.

ESAVE MODE

Sparaðu orkuna til síðari tíma. Í E-Save Mode notar þú aðeins bensínvélina og sparar rafhlöðuna til seinni nota, þegar þér hentar.

FARÐU LANGT

Með næga drægni á rafmagni til að takast á við daglegar ferðir og akstursstillingar með báðum mótorum til ferða í lengri vegalengdir. Ekkert sem stoppar ævintýralega jeppaferð.

AKTU OG UPPLIFÐU Á ÁBYRGAN HÁTT

Jeep® Grand Cherokee hefur alltaf veitt okkur frelsi til að skoða heiminn okkar. Með nánast hljóðlausri notkun, allt að 40 km rafmagnsdrægni og sparneytnum en öflugum bensínmótor, gefur Grand Cherokee 4xe þér frelsi til að upplifa ævintýri nánast hvar sem er á meðan þú tekur þátt í breytingunni til sjálfbærari framtíðar.

KRAFTMIKILL Í VEGSLÓÐUNUM

Orka fyrir ný ævintýri. Á hverju ári bætast við hleðslustöðvar nálægt helstu torfæruleiðum um landið. Þannig getur þú haldið áfram að kanna nýjar lendur.