Continue

Jeep Avenger valinn besti SUV í sínum flokki – af konum

07 March 2023

Jeep Avenger sem á dögunum var valinn bíll ársins í Evrópu á dögunum, hefur nú verið valinn bíll ársins í sínum stærðarflokki í flokki fjölskyldu SUV bíla (Best family SUV).   Það eru Women´s World Car Of The Year sem standa fyrir valinu.  Dómnefndin saman stendur af 63 bílagragnrýnendum frá 45 löndum og er einungis skipuð konum.

Í úrskurði sínum segir dómnefndin m.a. að Avenger hafi skákað öðrum 12 keppinautum, með glæsilegu útliti og góðum aksturseiginleikum og að hugað sé að framtíðinni þegar horft er til þess hvað væntanlegir kaupendur eru  að leita sér að við kaup á nýjum bíl.

Jeep Avenger er fyrsti 100% rafmagnaði bíllinn frá Jeep og reiknað er með að fyrstu bílar komi á markað hér á landi í júli/ágúst nk.  ISBAND umboðsaðili Jeep á Íslandi hefur nú þegar hafið forsölu á Jeep Avenger.