Continue

Þróun goðsagnar

Nýr rafmagnaður Wrangler 4xe Plug-In Hybrid. Öflugur Wrangler verður enn öflugri.

Þróun goðsagnar

Nýr rafmagnaður Wrangler 4xe Plug-In Hybrid. Öflugur Wrangler verður enn öflugri.

4xe: Nýr Jeep® 4x4

Rafmagn og bensín sameinast hér í nýjum Jeep® Wrangler 4xe Plug-in Hybrid: Kraftmeiri, öflugri, meiri tog- og drifgeta, hreint rafmagnaður.

Nýjar áskoranir

Nýr Jeep® Wrangler 4xe Plug-in Hybrid tekst á við nýjar áskoranir en viðheldur jafnframt þeim eiginleikum sem gerðu hann goðsagnakenndan. Samsetning rafmótorsins og túrbóbensínvélarinnar skilar allt að 375 hestöflum ásamt 637 Nm togi og það einnig við lágan snúningshraða.

Ath: Myndir teknar á merktum vegslóðum

Aflið á bak við nýjan Wrangler

Hybrid tæknin sameinast hér þeirri mögnuðu og öflugu aksturs- og drifgetu sem hefur einkennt Jeep® í gegnum árin. Hybrid akstursstillingin lækkar verulega eyðslu og útblástur frá bílnum. Í Electric akstursstillingunni er eingöngu ekið á rafmangi. Hægt er að aka allt að 45 km* á rafmagningu einu saman.

*miðað við blandaðan akstur samkvæmt WLTP

Ótrúlegur kraftur

Plug-In-Hybrid tæknin viðheldur ekki aðeins aksturs- og drifgetu sem Wranlger hefur verið svo þekktur fyrir, heldur bætir hér verulega í. Öflugur rafmótorinn sér til þess að hægt er að aka í lága drifinu á rafmagni einu saman og tryggja þannig öfluga og mikla tog getu við mjög hægan hraða og auka þannig skriðgetu bílins (Crawl Control). Þannig verður öflugur Wrangler, en öflugri.

Ath: Myndir teknar á merktum vegslóðum

Kraftmikil framtíð

Nýr Wrangler 4xe Plug-in Hybrid tekur á hversdagslegum áskorunum með nýju 4xe fjórhjóladrifi og skilar allt að 380 hestöflum af samanlögðu afli frá bensín- og rafmótor. Hröðun frá 0-100 km/klst eru 6,4 sekúndur.

Fyrirvari: Tölvugerð mynd eingöngu til skýringar

Trail Rated® 

Hinn nýi Wrangler 4xe Plug-in Hybrid virðir arfleifð jeppa með framúrskarandi afköstum og áberandi endingu Jeep® vörumerkisins. Trail Rated® merkið er eina Jeep® merkið sem vottar að það hafi staðist grippróf á malarvegum og vegum sem eru hálir vegna vatns, leðju eða snjós, og í bröttum brekkum.

Tímabil Plug-in hybrid er runnið upp

Nýja Jeep® Wrangler 4xe Plug-in Hybrid vélin sker sig úr fyrir fjölhæfni sína.

272 HP 2.0L bensín með forþjöppu og átta þrepa sjálfskiptingu
145 hestafla rafmótor
Öflug 2.0 turbo bensínvélin skilar allt að 273 hö. (200 kW) ein og sér. Hámarkstog hans nær allt að 400 Nm. Nýr Jeep®Wrangler 4xe Plug-in Hybrid er með afkastamiklu rafdrifi. Það er staðsett fyrir framan gírskiptinguna. Rafmótorinn er fær um að skila hámarksafli allt að 107 kW (145 HP) með hámarkstogi upp á 245 Nm, jafnvel við lágan snúningshraða.*
*Gögn vísa eingöngu til P2 einingarinnar.

Akstursstillingar hnappar

Eru staðsettir vinstra megin við stýrið á nýjum Jeep® Wrangler 4xe Plug-in Hybrid. Takkarnir Hybrid, Electric og e-Save gera þér kleift að velja það aksturslag sem hentar þínum þörfum best, hverju sinni.

 HYBRID STILLING  ELECTRIC – RAFMAGNSSTILLING
 E-SAVE STILLING
Hybrid stilling tryggir samsetta notkun beggja vélanna. Rafmagnsstilling veitir akstur án CO2 útblásturs, hljóðláta hreyfigetu og fullkomlega rafknúnið 4×4 fjórhjóladrif. E-Save stillingin gerir kleift að endurhlaða rafhlöðuna meðan á akstri stendur, og er þá jeepinn aðeins knúinn af bensínvélinni.

Vaðhæð

Nýr Jeep® Wrangler er með mikla og góða vaðhæð eða allt að 762 mm. Rafhlaðan er vel varin og innsigluð í vel vörðum stálkassa.

8 gíra sjálfskipting

Jeep® Wrangler 4xe Plug-in Hybrid vélar er með 8 gíra TorqueFlite sjálfskiptingu, sem stuðlar að hámarks afköstum í akstri. Auðveld í notkun, góð svörun og mýkri akstur gerir Wrangler tilvalinn fyrir hvaða landslag sem er. Hvort sem er á malbiki eða torfærum vegslóða.

Dráttargeta

Nýr Jeep® Wrangler 4xe Plug-in Hybrid passar við kraftmikinn og ævintýralegan lífsstíl. Með afturfestingunni geturðu auðveldlega borið ýmsa eftirvagna.